Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Róleg áramót hjá slökkviliði BS
Þriðjudagur 1. janúar 2008 kl. 12:27

Róleg áramót hjá slökkviliði BS

Ekkert brunaútkall var á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja um áramótin og slökkviliðsmenn BS muna varla rólegri jól og áramót í eldsútköllum.  Um hátíðarnar hefur slökkviliðið BS einungis þurft að bregðast við einum staðfestum eld, um var að ræða eld í húsnæði að Iðndal 2 í Vogum, en í því tilfelli tókst slökkviliði að ráða niðurlögum eldsins á fáum mínútum og forða miklu tjóni. 

Útköllin hafa þó verið nokkur undanfarið og af ýmsum toga, og má kannski tengja þau slæmu veðri þ.e.a.s. umhleypingum og hláku.

Útlit er fyrir að árið 2007 hafi hvatt okkur með metfjölda í sjúkraflutningum, eða yfir 1700 útköll.  Staðfestir eldar á svæði BS eru í lágmarki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024