Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rokksafninu verður ekki lokað - segir formaður bæjarráðs
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 20. mars 2024 kl. 15:33

Rokksafninu verður ekki lokað - segir formaður bæjarráðs

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir að ekki standi til að loka Rokksafni Íslands en heitar umræður urðu um málið nýlega í bæjarstjórn þegar tilkynnt var um flutning bókasafns Reykjanesbæjar í húsnæði Hljómahallarinnar og jafnframt sagt að breytingar yrðu á rokksafninu, það minnkað og fært til.

Halldór Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs, sagði í viðtali við Magnús Hlyn Hreiðarsson, fréttamann á Suðurlandi, að það væri ekkert hæft í þeim orðrómi að loka eigi Rokksafni Íslands í Hljómahöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Er þetta þá bara einhver misskilningur, spurði Magnús Hlynur? „Ég veit það bara ekki, stundum skil ég ekki bara fréttaflutning af svona toga en það er allavega einhver sem kýs að segja söguna með þessum hætti,“ segir Halldóra Fríða.

Hér má sjá viðtal við Halldóru.