Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rok og snjór eða slydda fram eftir degi
Fimmtudagur 1. nóvember 2007 kl. 09:28

Rok og snjór eða slydda fram eftir degi

Faxaflói
Vaxandi austanátt, 15-23 og snjókoma eða slydda síðdegis, en suðaustan 10-18 seint í kvöld og rigning. Hægviðri og skúrir í fyrramálið en norðvestan 8-15 síðdegis á morgun og léttir til. Frost 0 til 8 stig í fyrstu en hiti 2 til 7 stig í kvöld.
Spá gerð: 01.11.2007 06:49. Gildir til: 02.11.2007 18:00.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Vaxandi sunnanátt með rigningu um landið vestanvert, víða 13-18 síðdegis, en mun hægari og bjart austanlands. Hlýnar, einkum vestantil, en um eða rétt undir frostmarki austanlands.

Á sunnudag:
Stíf suðvestlæg átt með rigningu eða skúrum, en síðan éljum vestanlands. Þurrt að mestu norðaustantil. Hiti 2 til 8 stig, en kólnar seinni partinn.

Á mánudag:
Vestlæg átt með éljum, en þurrt og bjart austanlands. Hiti 1 til 5 stig við suður- og vesturströndina, en annars vægt frost.

Á þriðjudag:
Stíf suðvestanátt og úrkomusamt sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 6 stig.

Á miðvikudag:
Snýst í norðlæga átt og kólnar með ofankomu víða um land.
Spá gerð: 01.11.2007 08:32. Gildir til: 08.11.2007 12:00.

Af
www.vedur.is - VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024