Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rok og rigning
Mánudagur 25. október 2010 kl. 08:15

Rok og rigning


Veðurspá dagsins fyrir Faxaflóasvæðið gerir ráð fyrir vaxandi austanátt, 15-23 m/s kringum hádegi með rigningu, en slyddu til fjalla í fyrstu. Lægir og dregur úr úrkomu seint í kvöld og í nótt. Austan 3-8 á morgun og úrkomulítið. Hiti 1 til 7 stig síðdegis og á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Vaxandi austanátt, 13-18 m/s uppúr hádegi með rigningu og hvassari á Kjalarnesi. Lægir seint í kvöld og dregur úr úrkomu. Hæg austlæg átt á morgun og úrkomulítið. Hiti 2 til 6 stig síðdegis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á miðvikudag:

Norðaustan 10-15 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hægari vindur og skýjað með köflum um landið suðvestanvert. Heldur kólnandi veður.

Á fimmtudag:

Hægari austan og norðaustan átt. Skýjað með köflum og él á stöku stað. Hiti um og undir frostmarki.

Á föstudag:

Útlit fyrir vaxandi norðaustan átt. Dálítil él, en slydda suðaustantil. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðan- og norðaustan hvassviðri með snjókomu eða éljum, en þurrt að kalla sunnanlands. Heldur kólnandi veður.

VFmynd/elg – Glitský  yfir Suðurnesjum á föstudaginn.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024