Rok og rigning
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Suðaustan 10-18 m/s og rigning. Heldur hægari og úrkomuminna um tíma kringum hádegi, en samfelld úrkoma í kvöld. Mun hægari og þurrt að mestu á morgun. Hiti 4 til 10 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 10-15 m/s og rigning eða súld. Úrkomulítið um tíma nærri hádegi og fram undir kvöld. Sunnan 3-8 á morgun og þurrt að mestu. Hiti 4 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga.
Á þriðjudag:
Suðvestan 3-10 m/s og dálitlir skúrir á stöku stað, en víða bjart á austanverðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.
Á miðvikudag:
Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu, annars þurrt og víða bjart. Vestlægari með kvöldinu og skúrir, en áfram bjartviðri norðaustantil. Heldur hlýnandi.
Á fimmtudag:
Suðvestanátt og skúrir, en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 6 til 11 stig.
Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir suðlæga átt og vætu með köflum, en þurrt norðaustantil. Milt í veðri.
Á sunnudag:
Líklega svipað veður áfram.