Rockville verði iðnaðarsvæði
Bæjaryfirvöld í Sandgerði hyggjast nýta Rockville-svæðið undir iðnaðarhverfi. Á fundi með utanríkisráðherra á þriðjudaginn hlaut þessi hugmynd góðan hljómgrunn.
Að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar, bæjarstjóra í Sandgerði, hefur Hitaveita Suðurnesja lagt í umtalsverðan kostnað við hitaveitu- og rafmagnslagnir inn á Rockville svæðið. Auk þess er þarna mikil holræsalögn sem liggur út í Garðskagasjó. Þessar lagnir er vel hægt að nýta áfram auk þeirrar gatnagerðar sem fyrir liggur á svæðinu.
Bæjaryfirvöld áttu fund með utanríkisráðherra á þriðjudag vegna málsins en svæðið er ennþá inná varnarsvæði og vonast er til að hægt verði að ná samkomulagi um afhendingu þess sem fyrst. Áður en að því kemur þarf að að ljúka við endurskoðun varnarsamningsins.
Að sögn Sigurðar getur iðnaðarhverfi á þessum stað haft góða tengingu við bæði Helguvík og flugvallarsvæðið. Verið sé að undibúa markaðsátak varðandi atvinnumálin Sandgerði og vonandi verði hægt að móta það með þetta svæði inn í myndinni.
Að sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar, bæjarstjóra í Sandgerði, hefur Hitaveita Suðurnesja lagt í umtalsverðan kostnað við hitaveitu- og rafmagnslagnir inn á Rockville svæðið. Auk þess er þarna mikil holræsalögn sem liggur út í Garðskagasjó. Þessar lagnir er vel hægt að nýta áfram auk þeirrar gatnagerðar sem fyrir liggur á svæðinu.
Bæjaryfirvöld áttu fund með utanríkisráðherra á þriðjudag vegna málsins en svæðið er ennþá inná varnarsvæði og vonast er til að hægt verði að ná samkomulagi um afhendingu þess sem fyrst. Áður en að því kemur þarf að að ljúka við endurskoðun varnarsamningsins.
Að sögn Sigurðar getur iðnaðarhverfi á þessum stað haft góða tengingu við bæði Helguvík og flugvallarsvæðið. Verið sé að undibúa markaðsátak varðandi atvinnumálin Sandgerði og vonandi verði hægt að móta það með þetta svæði inn í myndinni.