Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rockville afhent utanríkisráðuneytinu
Mánudagur 23. júní 2003 kl. 13:42

Rockville afhent utanríkisráðuneytinu

Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, varð að gjöra svo vel að leggjast á fjóra fætur og leita að lyklinum sem hann kastaði út í móa með viðhöfn á dögunum. Ástæðan er sú að utanríkisráðuneytið vildi fá lyklavöld að Rockville. Guðmundur og hans menn hafa nú beðið eftir fulltrúa ráðuneytisins frá því kl. 13:00 en þá átti að fara fram formleg afhending á lyklavöldum. Samkvæmt upplýsingum okkar manns á staðnum bólar ekkert á fulltrúa ráðuneytisins. Í Rockville eru menn að velta því fyrir sér hvort ráðuneytismaðurinn hafi fyrst átt að taka við lyklunum af herstöðinni á Keflavíkurflugvelli áður en hann ætti að fara í Rockville!Myndin: Lykillinn af Rockville í móanum nærri gömlu ratsjárstöðinni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024