Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ró færist yfir skjálftasvæðið
Föstudagur 26. júní 2009 kl. 13:01

Ró færist yfir skjálftasvæðið


Svo virðist sem ró hafi aftur færst yfir skjálftasvæðið við Krýsuvík og Kleifarvatn eftir að fjöldi jarðskjálfta varð þar í gær. Stærsti skjálftinn varð upp á 4,4 þegar klukkan var 20 mínútur gengin í sex síðdegis í gær. Í kjölfarið fylgdu margir smærri skjálftar og þar af einn upp á 3,8 tveimur tímum síðar eða kl. 19:20.

Skjálftar voru tíðir fram undir miðnætti en þá tók að draga úr þeim og frá því snemma í morgun hafa engir skjálftar mælst á svæðinu.

Mynd: Skjálftakort Veðurstofu Íslands. Grænu stjörnurnar sýna skjálfta stærri en 3 á Richter. Annar þeirra var 4,4, en hinn 3,8.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024