Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

RNB: Sjálfstæðismenn mótmæla kjaraskerðingu starfsmanna
Margir starfsmenn Reykjanesbæjar mættu á fund bæjarstjórnar í gær til að fylgjast með umræðum og eflaust einnig til að sýna óánægju með þá ákvörðun að taka út fasta yfirvinnu og skerða bílapeninga. VF-mynd/pket.
Miðvikudagur 19. nóvember 2014 kl. 09:32

RNB: Sjálfstæðismenn mótmæla kjaraskerðingu starfsmanna

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast gegn ákvörðun bæjarráðs Reykjanesbæjar um kjaraskerðingu starfsmanna sem felur í sér umtalsverðar launalækkanir
.
 Ákvörðunin var tekin með fljótfærnislegum hætti og án nákvæmrar greiningarvinnu.

Þetta kemur fram í bókun Sjálfstæðismanna á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær og jafnframt þetta:

Public deli
Public deli

„Ekki lá fyrir hversu margir starfsmenn yrðu fyrir skerðingum né hversu mikil áhrif skerðingin hefði á einstaka starfsmenn. Þá lá ekki fyrir nein greining eða spá um hvaða áhrif breytingin hefði á starfsmannahald sveitarfélagsins eða hugsanleg viðbrögð einstakra starfsstétta. Ákvörðunin var tekin án þess að búið væri að undirbúa hvernig starfsmönnum yrði tilkynnt um breytingarnar og ekkert var hugað að því að veita starfsmönnum aðstoð eða stuðning í kjölfar tilkynningarinnar. Rétt er að minna á til að þessir sömu einstaklingar fengu á sama tíma fréttir af hærri gjöldum og sköttum á næstu árum.


Við teljum að ákvörðun um breytingar á launakjörum starfsmanna hefði ekki átt að taka nema í samhengi við aðrar niðurskurðartillögur í „Sókninni“. Fyrir liggur að bæjarráð tók samhljóða ákvörðun um lækkun kostnaðar upp á 500 milljónir króna. Til stóð að bæjarráð færi sameiginlega í vinnu við að ná því markmiði. Enn er unnið að útfærslu niðurskurðar á rekstrarliðum sveitarfélagsins.
Fyrsta skoðun gefur til kynna að unnt sé að ná niður kostnaði á rekstrarþáttum sem nemur u.þ.b. 400 milljónum á ári. Takist það er ljóst að niðurskurður upp á 250 milljónir í launakostnaði með tilheyrandi óánægju starfsmanna, uppsögnum og í kjölfarið kostnaði við nýráðningar og þjálfun nýrra starfsmanna, er óþörf aðgerð þar sem allt of langt er gengið.“