RNB: Lækkun á fasteignarsköttum
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gærmorgun tillögu um lækkun á fasteignaskatti þannig að álagningarhlutfall lækkar úr 0,30% í 0,268%.
Þessi lækkun þýðir að fasteignaskattur hjá íbúum Reykjanesbæjar verður óbreyttur að krónutölu milli áranna 2007 og 2008 þrátt fyrir hækkun fasteignamats um 12% í árslok 2007.
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekki hafi legið fyrir hveru mikil hækkun yrði á fasteignamati þegar fjárhagsáætlun bæjarins var afgreidd og er þess vegna gripið til þessa ráðs nú.
Sem dæmi um þýðingu þessarar ráðstöfunar fyrir hinn almenna húseiganda hefði fasteignaskattur eiganda 100 fm íbúðar hækkað um ca. 6000 kr. Fyrir eiganda reisulegs einbýlishúss í bænum yrði þessi tala um helmingi hærri.
Böðvar giskar á að heildarupphæð sem húseigendum í bænum sparast með þessu, þ.e. sú upphæð sem gjaldið hefði hækkað ef ekki hafi komið til lækkun á fasteinaskattinum, sé um 30 milljónir.
Loftmynd/Oddgeir Karlsson