Rjúpur í góðu yfirlæti á Keflavíkurflugvelli
Rjúpur virðast vera í góðu yfirlæti á Keflavíkurflugvelli og halda sig þar í stórum hópum. Stór hópur að rjúpum var í vegarkanti við Fálkavelli á athafnasvæðinu í nágrenni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í morgun.
Einhverjir sjá bara fyrir sér jólasteik þegar rjúpan er annars vegar en rjúpan, sem komin er í vetrarskrúða, virðist hafa það á hreinu að innan girðinga á Keflavíkurflugvelli eru þær öruggar fyrir haglabyssum veiðimanna.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi af gæfum rjúpum við Fálkavelli í morgun.