Rjúpan leitar á náðir Varnarliðsins!
Nú þegar rjúpnaveiðitíminn er hafinn eru veiðiklær farnar að velta því fyrir sér hvar bráðina sé að finna. Eitt er víst að rjúpur þessa lands vita hvar griðlandið er að finna. Rjúpnaveiði hefur verið bönnuð á Suðurnesjum næstu fimm árin og hvar er öruggara fyrir rjúpur að vera en undir verndarvæng Varnarliðsins?Hópur af rjúpum, vel yfir 100 fuglar, hefur síðustu tvo daga verið í námunda við matvöruverslun Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Í gær var verslunin lokuð og þá trítluðu rjúpurnar inn í skýli við vörumóttökuna og í morgun hafa þær verið á túni í námunda við verslunina. Greinilegt að rjúpan veit að hún lendir ekki á matarborðum Varnarliðsmanna, sem eru áhugasamari fyrir kalkún um þessar mundir.
Myndin: Myndarlegar rjúpur taka flugið á Keflavíkurflugvelli. Úr safni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin: Myndarlegar rjúpur taka flugið á Keflavíkurflugvelli. Úr safni. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson