Rjúpan á griðland á Reykjanesskaga
Rjúpnaveiðitímabilið í ár hófst í gær, föstudaginn 28. október. Umhverfisstofnun vil benda á breytt fyrirkomulag rjúpnaveiða 2011 þar sem ákveðið hefur verið að fækka veiðidögum úr 18 í 9 vegna afkomubrests í stofninum. Leyfilegir veiðidagar árið 2011 eru eins og áður segir 9 á þessu rjúpnaveiðitímabili og skiptast þeir niður á fjórar helgar.
Leyfilegt er að veiða eftirfarandi daga:
Föstudaginn 28.október - sunnudaginn 30.október ( 3 dagar )
Laugardaginn 5.nóvember - sunnudaginn 6.nóvember ( 2 dagar)
Laugardaginn 19.nóvember - sunnudaginn 20.nóvember ( 2 dagar)
Laugardaginn 26.nóvember - sunnudaginn 27.nóvember ( 2 dagar)
Sölubann gildir áfram á rjúpu og öllum rjúpnaafurðum og áfram er friðað fyrir veiði á ákveðnu svæði á Suðvesturlandi. Þannig á Rjúpan griðland á Reykjanesi og má ekki undir neinum kringumstæðum veiða rjúpu á Reykjanesskaganum.