Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rit um Húshólma væntanlegt
Sunnudagur 29. maí 2005 kl. 14:07

Rit um Húshólma væntanlegt

Á næstunni mun Ferðamálafélag Grindavíkur gefa út rit um Húshólma - merkilegan stað í umdæmi Grindavíkur. Í því er m.a. fjallað um sögu hólmans, minjarnar, sem í honum eru, tengsl við nálæga minjastaði, aldur minjanna og Ögmundarhrauns er umlykja þær, aðkomur, hugleiðingar um fólkið, verndun, rannsóknir og nýtingu svæðisins til framtíðar.
Ritið verður til sölu í Saltfisksetri Íslands í Grindavík.
Ferðamálafélag Grindavíkur hefur áður gefið út rit um Selatanga í sama ritflokki. Stefnt er að því að gefa auk þess út rit um það sem merkilegt getur talist í Þórkötlustaðahverfi, Járngerðarstaðahverfi og Staðahverfi.

Þetta kemur fram á vefsíðunni www.ferlir.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024