Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Risatúr hjá Daðey GK
Miðvikudagur 24. nóvember 2010 kl. 11:39

Risatúr hjá Daðey GK


Smábátarnir á Suðurnesjum hafa verið að tínast til heimahafna eftir árvisst flakk til veiða fyrir autan og norðan. Einn þeirra er línubáturinn Daðey GK 777 en hann kom að landi með metafla í síðustu viku eða 12,5 tonn í einum róðri. Yfirleitt er aflinn á bilinu 3-5 tonn í róðri svo þessi túr gaf heldur betur. Uppistaðan í aflanum var keila eða 5,5 tonn og 4,1 tonn af þorski. Báturinn er með heimahöfn í Grindavík.

Að sögn Aflafrétta, sem greina frá þessu, má geta nærri að aflaverðmæti risatúrsins hafi verið um þrjár milljónir króna. Aflafréttir segja afla smábátanna hafa verið með ágætum undanfarið.

Mynd/Júlli/aflafrettir.com

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024