Risastórt olíuflutningaskip í Helguvík
Núna er verið að dæla eldsneyti úr risastóru olíuflutningaskipi í höfninni í Helguvík. Olíuskipið heitir British Tenacity og er 183 metrar að lengd. Skipið er einnig 32 metrar að breidd og ristir eina 12,2 metra.
Um miðjan dag í dag var greinilega lítið eftir af eldsneyti í skipinu og það stóð því hátt í höfninni. Mátti sjá brú skipsins rísa upp fyrir háa klettana í Helguvík.
Meðfylgjandi myndir sýna kannski ekki nógu vel stærð skipsins, og þó, því ef skipið er borið við smá-jeppann sem sést við stefni skipsins, þá má átta sig á stærðinni.
Algengt er að ljósmyndarar noti smápening til að sýna fram á stærð hluta sem þeir mynda. Í staðinn fyrir smá-pening sýnum við skipið við hliðina á smá-jeppa...
Ljósmyndir: Hilmar Bragi