Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Risastórt GRINDAVÍK á skipshliðina
Mánudagur 17. maí 2010 kl. 11:21

Risastórt GRINDAVÍK á skipshliðina

Njarðvíkurhöfn iðar af lífi þennan morguninn. Í flestum bátum við höfnina eru málningarrúllur og penslar á lofti. Í höfninni er meðal annars verið að mála bátinn Maron GK frá Grindavík. Hann hefur þegar verið merktur með nokkrum merkjum Ungmennafélags Grindavíkur og þegar ljósmyndari var á ferð um höfnina nú rétt áðan var verið að máta leturstærð á skrokkinn. Þarna verður GRINDAVÍK málað stórum stöfum og ef Grindvíkingar vinna Keflavík í fótboltaleik kvöldsins, verður risastórt Grindavíkurmerki málað á skut bátsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson