Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Risastór áramótabrenna í smíðum í Garði
Föstudagur 20. desember 2013 kl. 14:01

Risastór áramótabrenna í smíðum í Garði


Nú er verið að hlaða áramótabrennuna í Garði. Brennan er í umsjón Björgunarsveitarinnar Ægis og verður mjög vegleg í ár. Aðeins er tekið á móti timbri á brennuna.

Á myndinni má sjá þar sem verið er að hlaða upp gömlum eða ónothæfum vörubrettum en þau eru vinsælt brennufóður. Umtalsvert brennuefni á eftir að koma til viðbótar og verður brennan í Garði án efa lang stærsta brennan á Suðurnesjum og þó víðar væri leitað þetta árið.

VF-mynd: Hilmar Bragi
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024