Risaskip sem hvolfdi við Noreg hafði viðkomu í Helguvík
Risavaxið flutningaskip sem hvolfdi við Noregsstrendur síðdegis og veirð hefur í fréttum í kvöld hefur a.m.k. einu sinni haft viðkomu í höfn á Suðurnesjum. Það var í maí 2002 þegar skipið flutti hingað til lands um 25.000 tonn af malbikunarefni fyrir Íslenska aðalverktaka. Skipið sem þá var rétt eins árs kom til Helguvíkur með farminn og þaðan var honum ekið upp á Keflavíkurflugvöll. Þá hét skipið Kvitnes. Skipinu var breytt á síðasta ári og jafnframt skipt um nafn á skipinu. Það heitir nú Rocknes. Skipið var svokallað beltisskip, þ.e. það var búið öflugum færiböndum og dælum sem fluttu efni til um borð í skipinu, hvort sem það var í lestun eða losun.
Skipið Rocknes er í eigu hollenska fyrirtækisins Van Oord ACZ og var smíðað 2001 í skipasmíðastöðinni J.J. Sietas Shipyard í Hamborg í Þýskalandi. Skipið er gert út af norsku skipaútgerðinni Jebsen Managment og hefur verið í flutningum fyrir Norsk Hydro. Á vef Morgunblaðsins er sagt að ekki sé vitað um orsakir slyssins, en skipið var fulllestað.
Skipinu hvolfdi síðdegis og hefur 8 mönnum verið bjargað, en 18 er enn saknað. Þá hafa tveir fundist látnir. Björgunarmenn reyna að ná sambandi við þá skipverja, sem eru innilokaðir í flutningaskipinu Rocknes sem liggur á hvolfi utan við höfnina í Björgvin í Noregi, með því að banka í skipsskrokinn og senda þannig morsskilaboð. Björgunarmenn segjast hafa heyrt skipverja berja í skrokkinn og því ljóst að einhver er þar á lífi, segir netútgáfa Morgunblaðsins.
Samkvæmt upplýsingum á vef Bergens Tidende var 29 manna áhöfn á skipinu, 23 þeirra eru frá Filippseyjum, tveir Norðmenn, þrír Hollendingar og einn Þjóðverji. Gott veður er á slysstaðnum, logn en lofthiti um frostmark. Sjórinn er mjög kaldur að enginn helst þar á lífi í meira en nokkrar mínútur nema í björgunarbúningi.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi ljósmyndari Víkurfrétta við Helguvík í maí 2002 þegar unnið var að því að koma skipinu að landi í Helguvík. Þar komu hafnsögubátarnir Auðunn frá Keflavík og Hamar úr Hafnarfirði að góðum notum.
Skipið Rocknes er í eigu hollenska fyrirtækisins Van Oord ACZ og var smíðað 2001 í skipasmíðastöðinni J.J. Sietas Shipyard í Hamborg í Þýskalandi. Skipið er gert út af norsku skipaútgerðinni Jebsen Managment og hefur verið í flutningum fyrir Norsk Hydro. Á vef Morgunblaðsins er sagt að ekki sé vitað um orsakir slyssins, en skipið var fulllestað.
Skipinu hvolfdi síðdegis og hefur 8 mönnum verið bjargað, en 18 er enn saknað. Þá hafa tveir fundist látnir. Björgunarmenn reyna að ná sambandi við þá skipverja, sem eru innilokaðir í flutningaskipinu Rocknes sem liggur á hvolfi utan við höfnina í Björgvin í Noregi, með því að banka í skipsskrokinn og senda þannig morsskilaboð. Björgunarmenn segjast hafa heyrt skipverja berja í skrokkinn og því ljóst að einhver er þar á lífi, segir netútgáfa Morgunblaðsins.
Samkvæmt upplýsingum á vef Bergens Tidende var 29 manna áhöfn á skipinu, 23 þeirra eru frá Filippseyjum, tveir Norðmenn, þrír Hollendingar og einn Þjóðverji. Gott veður er á slysstaðnum, logn en lofthiti um frostmark. Sjórinn er mjög kaldur að enginn helst þar á lífi í meira en nokkrar mínútur nema í björgunarbúningi.
Meðfylgjandi ljósmyndir tók Hilmar Bragi ljósmyndari Víkurfrétta við Helguvík í maí 2002 þegar unnið var að því að koma skipinu að landi í Helguvík. Þar komu hafnsögubátarnir Auðunn frá Keflavík og Hamar úr Hafnarfirði að góðum notum.