Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Risakönguló í Njarðvíkurskóla fjölgar sér
Föstudagur 6. desember 2002 kl. 10:45

Risakönguló í Njarðvíkurskóla fjölgar sér

Nemendur í 8. GS í Njarðvíkurskóla hafa síðastliðna tvo mánuði alið stóra könguló sem einn nemdandi í bekknum, Baldur Baldursson fann í október sl. Baldur fann köngulóna í stóra Gróðurhúsinu við Fitjar: „Það er fullt af öðrum köngulóm þarna og ég hef fundið fleiri,“ sagði Baldur þegar Víkurfréttir heimsóttu bekkinn í Njarðvíkurskóla. Frá því köngulóin fannst hefur bekkurinn hugsað um hana og gefið henni að borða. Kennari bekkjarins, Guðrún Guðmundsdóttir hefur einnig útbúið verkefni sem bekkurinn hefur leyst og snúast þau um að fylgjast með lífi köngulóarinnar. Meðal annars hefur bekkurinn gefið henni stóra fiskiflugu að borða og í kjölfarið unnu þau verkefni sem fjallaði um það hvernig hún bæri sig að við máltíðina. Komust þau að því að hún sýgur fiskifluguna þar til hún verður að engu. Köngulóin hefur nú klakið út eggjum og eru litlar köngulær skríðandi um allt búr. Bekkurinn skiptist í tvo hópa þegar spurt er um hvernig þeim líkji að hugsa um kvikindið. Strákarnir eru mjög hrifnir og duglegir við að finna mat handa henni, en stelpurnar eru síður ánægðar með hana. Köngulóin hefur einu sinni sloppið út en hún náðist fljótlega. Latneska heitið yfir kvikindið er „Tegenaria Domestica“.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024