Risaflutningavél nauðlenti í Keflavík
Gríðalegur viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar bandarísk herflugvél óskaði eftir forgangslendingu vegna elds um borð. Lendingin tókst giftusamlega. Visir.is greindi frá í hádeginu.Viðbúnaður var mikill eftir ða flugmaður bandarísku vélarinnar óskaði eftir forgangslendingu vegna elds um borð. Vélin lenti svo áfallalaust á Keflavíkurflugvelli um klukkan tólf og hefur hættuástandi verið aflétt. Eftir upphaflegu tilkynninguna hafði flugstjórinn aftur samband við flugumferðastjórn og taldi þá að þrátt fyrir viðvörun í tækjabúnaði væri engin eldur um borð en engu síður var ákveðið að lenda í Keflavík. Vélin lenti svo áfallalaust og verið er að kanna hvað olli viðvöruninni.