Risa malarskip væntanlegt í Helguvík
Risavaxið flutningaskip er væntanlegt til Helguvíkur síðdegis. Skipið er 25.000 tonn og flytur steinefni frá Noregi sem verður skipað upp í Helguvík. Skipið er að koma með efni fyrir Malbikunarstöð Íslenskra aðalverktaka.Stærstu malarflutningaskip sem komið hafa til Helguvíkur eru 12.000 tonn, þannig að skiipið sem kemur í dag er risavaxið.