Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkisvaldið beini fjármunum til Suðurnesja
Fimmtudagur 2. apríl 2020 kl. 07:06

Ríkisvaldið beini fjármunum til Suðurnesja

- Atvinnuástand þrengir að rekstri Suðurnesjabæjar

„Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar lýsir þungum áhyggjum af stöðu og þróun atvinnumála í sveitarfélaginu og á Suðurnesjum. Fjölda fólks hefur verið sagt upp atvinnu og nú stefnir í meira atvinnuleysi á Suðurnesjum en áður hefur þekkst og þrátt fyrir ýmis áföll mörg undanfarin ár,“ segir í ályktun sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar síðdegis í gær.

Þá segir: „Það ástand sem nú hefur skapast í atvinnumálum og í samfélaginu af völdum Covid-19 faraldurs er fordæmalaust og verulegt áhyggjuefni. Bæjarstjórn mun leggja sitt af mörkum, eftir því sem mögulegt er til að mæta þeirri stöðu sem upp er komin. Það er hins vegar ljóst að það ástand sem upp er komið í atvinnumálum mun þrengja að rekstri sveitarfélagsins, þar sem m.a. blasir við að draga muni úr tekjum frá því sem áætlað var.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarstjórn skorar á ríkisvaldið að beita öllum mögulegum aðgerðum til þess að vinna með sveitarfélögum á Suðurnesjum við að beina fjármunum til Suðurnesja, hvort sem er til reksturs ríkisrekinna stofnana, svo sem Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, til viðhalds eigna ríkisins eða til nýframkvæmda. Oft hefur verið þörf, en nú er brýn nauðsyn“.