Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkisstjórnin skipar starfshóp vegna brotthvarfs VL
Miðvikudagur 26. apríl 2006 kl. 00:08

Ríkisstjórnin skipar starfshóp vegna brotthvarfs VL

Ríkisstjórnin samþykkti í dag að skipa 10 manna starfshóp vegna brotthvarfs Varnarliðsins. Mun hann hafa það hlutverk að fjalla um atvinnumál og leita ráða hjá viðeigandi sérfræðingum sem því sem þurfa þykir og framvinda mála um framtíðarvarnir Íslands skýrist.

Í starfshópnum verða fjórir ráðuneytisstjórar, m.a. frá félagsmála- iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Þá munu fulltrúar Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs fá sæti í hópnum og janframt fulltrúi stærsta verkalýðsfélagsins á Suðurnesjum.
Enn er óljóst hvernig Bandaríkjastjórn ætlar að standa að vörnum landsins. Sömuleiðis er ekkert vitað hver verða afdrif starfsemi og mannvirkja á varnarsvæðinu. Einng er með öllu óljóst hvað verður um eignir Atlantshafsbandalagsins þar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024