Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ríkisstjórnin dregur lappirnar í málefnum Suðurnesja
Laugardagur 15. janúar 2011 kl. 14:49

Ríkisstjórnin dregur lappirnar í málefnum Suðurnesja

Ríkisstjórnin hefur enn ekki hafið hagkvæmniathugun á kostum þess að flytja Landhelgisgæsluna á öryggisvæðið á Miðnesheiði á Suðurnesjum, en þeirri athugun átti að ljúka í lok þessa mánaðar, samkvæmt yfirlýsingum Ögmundar Jónassonar, þegar ríkistjórnin lagði fram tillögur sínar í 10 liðum í Víkingaheimum seinst á síðasta ári. Þetta var þó einn af stærstu liðunum í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eftir ríkisstjórnarfund á Suðurnesjum seint á síðata ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þetta kom fram hjá fulltrúum ríkisstjórnarinnar á upplýsingafundi sem haldinn var í Duus húsum í Reykjanesbæ í gær. Engar upplýsingar voru gefnar um hvenær þessi athugun yrði hafin eða henni lokið.


Á fundinum komu einnig fram ítrekaðar óánægjuraddir heimamanna um að þrátt fyrir að í loforð ríkistjórnar frá Víkingaskipsfundi um að „rekstrargrundvöllur menntastofnana á Suðurnesjum verði tryggður“ kom ekkert fram í fjárlögum ársins 2011 sem tryggir Fjölbrautaskóla Suðurnesja sambærilegt rekstrarfé og öðrum sambærilegum skólum og Keilir, sem byggir upp háskólasamstarf með HÍ á svæðinu hefur heldur ekki fengið sambærilegt rekstrarfé og aðrir skólar, hvað þá sérstakan stuðning. Á sama tíma eru 700 ungmenni undir tvítugu atvinnulaus en FS varð að vísa 200 nemendum frá námi vegna fjárskorts FS.

Ríkisstjórnin átti m.a. fund með bæjarstjórum á Suðurnesjum í Víkingaheimum. Í kjölfarið fundaði ríkisstjórnin sjálf og mætti með aðgerðapakka í tíu liðum.