Ríkisstjórn Íslands viðurkenni sérstöðu Suðurnesja í atvinnumálum

Orðrétt segir: „Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeim uppsögnum og þeirri óvissu sem ríkir í atvinnumálum íslenskra starfsmanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hópuppsagnir munu hafa slæm áhrif á samfélagið á Suðurnesjum og á þá einstaklinga sem í hlut eiga. Hagræðingaráætlanir Bandaríkjahers varpa skýru ljósi á viðkvæma stöðu atvinnumála hér á Suðurnesjum.
Atvinnulífið á Suðurnesjum mun væntanlega taka einhverjum breytingum á næstu árum en undirbúa þarf slíkar breytingar í tíma.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar skorar því á ríkisstjórn Íslands að viðurkenna sérstöðu Suðurnesja í atvinnumálum og að ríkisstjórnin bregðist við umræddum uppsögnum með afgerandi hætti“.
Samþykkt samhljóða af bæjarstjórn.