Ríkissaksóknari úrskurðar um kærur á Sandgerðisbæ

Að sögn Fréttablaðsins kærði útgerðarmaðurinn sveitarfélagið fyrir bókhaldsbrot. Hann taldi sig ekki fá fullgilda skattnótu fyrir fé sem hann lagð inn á reikning á kennitölu bæjarstjórans. Féð átti að nýta til kaupa á kvóta, en í Sandgerði skilyrða útgerðir sig til að leggja fram fé til slíkra kaupa sé þeim úthlutað byggðakvóta.
Júlíus Magnússon, fulltrúi Sýslumannsins í Keflavík, segir kærum útgerðarmannsins tvívegis hafa verið vísað frá þar sem ekki þyki efni til að hefja rannsókn á málinu.