Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 8. júní 2003 kl. 23:53

Ríkiskaup bjóða 140 lóðir í Reykjanesbæ til sölu

Ríkiskaup auglýsir um helgina eftir tilboðum í byggingarlóðir fyrir allt að 140 íbúðir í Reykjanesbæ fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. Landið sem um ræðir er í eigu íslenska ríkisins en það hefur verið deiliskipulagt í samvinnu við sveitastjórn Reykjanesbæjar. Það er samtals 51,5 hektari að stærð og er óskað tilboða í landið í heild þótt heimilt sé að bjóða í hverja spildu fyrir sig en þær eru þrjár. Morgunblaðið greinir frá.Fram kemur á heimasíðu Ríkiskaupa að á fyrstu spildunni sé gert ráð fyrir 30 einbýlishúsalóðum og einni leikskólalóð. Á þeirri næstu sé gert ráð fyrir 24 einbýlishúsum, 62 parhúsalóðum og 13 raðhúsalóðum en á síðustu spildunni sé gert ráð fyrir útivistarsvæði.

Gert er ráð fyrir að kaupandi geti séð um gatnahönnun, gatnagerð og frágang opinna svæða og greiði þá ekki gatnagerðargjöld til Reykjanesbæjar. Hins vegar greiðir hann byggingarleyfisgjöld og tengigjöld. Ríkar kröfur verða gerðar til húsanna vegna hávaðamengunar.

Landeigendafélag Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi hefur forkaupsrétt að landinu. Tilboð í landið skulu send Ríkiskaupum fyrir 3. júlí næstkomandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024