Ríkisendurskoðun gerir úttekt á Þróunarfélaginu
Miklar umræður voru um málefni Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar á Alþingi í dag þar sem hæst bar tilkynning um að Ríkisendurskoðun hyggðist gera stjórnsýsluúttekt á sölu þeirra fasteigna sem þegar hafa verið seldar.
Stjórnarandstaðan, og þá helst Atli Gíslason, þingmaður VG í Suðurkjördæmi, hafa deilt hart á sölu eignanna og telja ýmislegt vafasamt hafa mkomið þar fram. Tengsl aðila sitthvoru megin borðsins, þar á meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ, hafa komið til umræðu og segir Atli til dæmis að Árni Sigfússon, bæjarstjóri og stjórnarmaður í Þróunarfélaginu, hafi verið vanhæfur í málinu.
Geir H Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag skýrslu um starfsemi Þróunarfélagins og sagði þar að ekkert væri athugavert við sölur þeirra fasteigna sem þegar hefur verið gengið frá og nær undantekningalaust hafi verið tekið hæsta boði.
Lögum um starfsemi félagsins hafi verið fylgt í hvívetna og málflutningur gagnrýnenda gerði lítið úr uppbyggingastarfinu sem hafi verið unnið á svæðinu. Ef vel tækist þar upp á næstunni mætti sjá fyrir að enn fleiri störf sköpuðust þar en voru hjá Varnarliðinu á sínum tíma.
Atli gaf lítið fyrir útskýringar Geirs og sagði að enn ætti margt eftir að koma fram og þessu máli væri hvergi nærri lokið.
Stjórnarandstaðan, og þá helst Atli Gíslason, þingmaður VG í Suðurkjördæmi, hafa deilt hart á sölu eignanna og telja ýmislegt vafasamt hafa mkomið þar fram. Tengsl aðila sitthvoru megin borðsins, þar á meðal bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ, hafa komið til umræðu og segir Atli til dæmis að Árni Sigfússon, bæjarstjóri og stjórnarmaður í Þróunarfélaginu, hafi verið vanhæfur í málinu.
Geir H Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag skýrslu um starfsemi Þróunarfélagins og sagði þar að ekkert væri athugavert við sölur þeirra fasteigna sem þegar hefur verið gengið frá og nær undantekningalaust hafi verið tekið hæsta boði.
Lögum um starfsemi félagsins hafi verið fylgt í hvívetna og málflutningur gagnrýnenda gerði lítið úr uppbyggingastarfinu sem hafi verið unnið á svæðinu. Ef vel tækist þar upp á næstunni mætti sjá fyrir að enn fleiri störf sköpuðust þar en voru hjá Varnarliðinu á sínum tíma.
Atli gaf lítið fyrir útskýringar Geirs og sagði að enn ætti margt eftir að koma fram og þessu máli væri hvergi nærri lokið.