Ríkið selji eignarhlut sinn í HS
Bæjarráð Grindavíkur telur að ríkið eigi að skoða alvarlega þann kost að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja og leggja það fé sem til fellur sem hlutafé í Eignarhaldsfélag Suðurnesja. Það myndi síðan styðja við atvinnulíf á Suðurnesjum og þá sérstaklega ný atvinnutækifæri á svæðinu. Þetta kemur fram í ályktun bæjarráðs frá síðasta fundi.
Með þessu kæmi fé frá sveitarfélögunum sjálfum til uppbyggingar á svæðinu, segir í ályktuninni en í henni kemur einnig fram að eignarhlutur ríkisins er 15,2% sem að nafnvirði muni vera ríflega 1,1 milljarður. Gera megi ráð fyrir að virðið sé tvöföld sú fjárhæð
Í ályktuninni eru lagðar fram tillögur að atvinnuuppbyggingu með fé frá Eignarhaldsfélagi Suðurnesja. Þær felast m.a í frekari uppbyggingu við Bláa lónið og hátækniiðnaðar
Bæjarráð segir það umhugsunarefni að tillögur þær sem þegar hafi komið fram geri flestar ráð fyrir að flytja núverandi starfsemi frá öðrum svæðum inn á svæði varnarliðsins án þess að fyrir liggi nokkuð um hvenær það svæði og byggingar komast í hendur íslendinga né hvort við það skapist nokkur ný störf á svæðinu. Nauðsynlegt er þó að tryggt verði í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna að landsvæði og mannvirki varnarliðsins komist sem fyrst undir stjórn Íslendinga. Þar sem slíkt geti tekið nokkuð langan tíma er nauðsynlegt að íhugað verði að uppbyggingu utan vallar sem gæti tekið við einhverju af því fólki sem er að verða atvinnulaust
Með þessu kæmi fé frá sveitarfélögunum sjálfum til uppbyggingar á svæðinu, segir í ályktuninni en í henni kemur einnig fram að eignarhlutur ríkisins er 15,2% sem að nafnvirði muni vera ríflega 1,1 milljarður. Gera megi ráð fyrir að virðið sé tvöföld sú fjárhæð
Í ályktuninni eru lagðar fram tillögur að atvinnuuppbyggingu með fé frá Eignarhaldsfélagi Suðurnesja. Þær felast m.a í frekari uppbyggingu við Bláa lónið og hátækniiðnaðar
Bæjarráð segir það umhugsunarefni að tillögur þær sem þegar hafi komið fram geri flestar ráð fyrir að flytja núverandi starfsemi frá öðrum svæðum inn á svæði varnarliðsins án þess að fyrir liggi nokkuð um hvenær það svæði og byggingar komast í hendur íslendinga né hvort við það skapist nokkur ný störf á svæðinu. Nauðsynlegt er þó að tryggt verði í viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna að landsvæði og mannvirki varnarliðsins komist sem fyrst undir stjórn Íslendinga. Þar sem slíkt geti tekið nokkuð langan tíma er nauðsynlegt að íhugað verði að uppbyggingu utan vallar sem gæti tekið við einhverju af því fólki sem er að verða atvinnulaust