Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 5. apríl 2003 kl. 12:00

Ríkið keypti Efribrú fyrir starfsemi Byrgisins

Ríkið hefur keypt hluta jarðarinnar Efribrúar í Grímsnesi auk mannvirkja fyrir 118 milljónir króna. Ætlunin er að leysa húsnæðisvanda Byrgisins, sem nú er í Rockville. Þar eru áttatíu vistmenn og eru margir þeirra alls ekki hæfir til að fara úr vernduðu umhverfi.Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að fyrirhugað sé að gera samning við Byrgið um Efribrú. Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, segir þessa ákvörðun koma sér á óvart. "Ég frétti um kaupin í fjölmiðlum. Það hefur enginn haft samband við mig og ég hef enga hugmynd um stöðu mála." Guðmundur segist ánægður með að búið sé að stíga skref til tryggingar framtíðar Byrgisins. Hann segir samt að ótalmörgum spurningum sé enn ósvarað.

Áttatíu manns dvelja nú í Rockville. Guðmundur segist áhyggjufullur um að ekki sé pláss fyrir alla á Efribrú. Með lagfæringum væri hægt að skapa pláss fyrir fimmtíu manns. "Hvað á til bragðs að taka með þrjátíu skjólstæðinga sem hugsanlega verða frá að hverfa? Ég hef lítið við fjárhús og fjós að gera. Ekki læt ég fólkið á beit eða í bás."

Vísir.is greinir frá.

Myndin: Nýverandi aðstaða Byrgisins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024