Rignir síðdegis
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en fer að rigna síðdegis. Snýst í vestan 5-10 í kvöld og styttir upp í nótt. Skýjað en úrkomulítið á morgun. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt suðvestanlands, 10-15 m/s og fer að rigna síðdegis. Fremur hæg suðlæg átt norðan- og austanlands og bjart lengst af. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðantil.
Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir ríkjandi austlægar áttir með rigningu eða skúrum á köflum, þó síst vestanlands. Fremur milt í veðri.