Rignir í dag samkvæmt kortunum
 Klukkan 6 var hæg suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og rigning á stöku stað norðanlands. Hiti 6 til 12 stig.
Klukkan 6 var hæg suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og rigning á stöku stað norðanlands. Hiti 6 til 12 stig.Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna suðvestanlands með morgninum. Suðaustan 10-18 m/s og rigning á Suður- og Vesturlandi síðdegis. Hægari vindur og yfirleitt bjartviðri norðan- og austanlands, en úrkomulítið fram eftir degi, en þykknar síðan upp. Dregur úr vindi og úrkomu í nótt og suðaustan og austan 5-10 á morgun og sums staðar dálítil riging eða skúrir. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustantil að deginum.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				