Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning síðdegis
Sunnudagur 17. ágúst 2008 kl. 11:07

Rigning síðdegis

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Veðurspá gerir ráðu fyrir að hvassast verði með suðurströndinni og vestanlands. Bjartviðri norðaustanlands, en annars skýjað og dálítil rigning eða súld vestantil síðdegis. Lægir víða í kvöld. Hægur vindur á landinu á morgun og dálítil væta austantil og einnig vestanlands fram eftir degi, en annars þurrt að kalla. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

 

Faxaflói: Suðaustan 8-13 m/s og rigning síðdegis. Hægari með kvöldinu. Hæg vestanátt og úrkomulítið þegar líður á morgundaginn. Hiti 11 til 16 stig.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

 

Á þriðjudag:

Breytileg átt og væta í flestum landshlutum, einkum norðan- og austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands.

 

Á miðvikudag:

Fremur hæg breytileg átt og dálítil væta austantil. Annars víða bjartviðri, en hætt við síðdegisskúrum. Hiti breytist lítið.

 

Á fimmtudag:

Suðlæg átt og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en annars skýjað með köflum. Milt veður.

 

Á föstudag:

Suðaustlæg átt og rigning sunnan- og vestanlands, en annars þurrt að kalla. Áfram milt í veðri.

 

Á laugardag:

Útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með vætu sunnan- og vestantil en þurrara norðaustantil.

 

Af vedur.is