Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 8. ágúst 2003 kl. 11:03

Rigning síðdegis

Í morgun kl. 06 voru suðaustan 5-10 m/s og súld um sunnanvert landið. Norðantil var víða hægari vindur og skýjað með köflum og við austurströndina voru þokubakkar. Hiti var 9 til 16 stig, hlýjast á Húsavík og Flateyri, en svalast í Skaftafelli.Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Suðaustan 5-8 m/s og súld með uppstyttum um landið sunnanvert, en víða bjartviðri norðantil. Austan og suðaustan 8-13 m/s og rigning sunnan- og austantil síðdegis, en norðaustan 5-10 og rigning norðan- og vestantil í kvöld. Suðaustan 5-13 m/s á morgun, hvassast vestantil á landinu og við austurströndina. Víða skúrir eða dálítil rigning, en léttir smám saman til um landið norðaustanvert. Hiti á bilinu 15 til 24 stig síðdegis, hlýjast norðan- og norðaustanlands, en heldur kólnandi á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Suðaustan 5-8 m/s og úrkomulítið, en fer að rigna síðdegis. Suðaustan 8-13 í nótt og á morgun og rigning með köflum. Hiti 13 til 19 stig.


Á sunnudag og mánudag: Sunnan og suðaustan 5-10 m/s og skúrir, en bjart með köflum um landið norðaustanvert. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á þriðjudag: Suðlæg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum eða léttskýjað, en dálitlar skúrir sunnan- og vestanlands. Hiti 12 til 18 stig.
Á miðvikudag: Suðaustan átt og rigning, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag: Útlit fyrir austlæga átt með lítilsháttar vætu í flestum landshlutum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024