Rigning og slydda í kortunum
Textaspá fyrir Faxaflóa
Suðaustan 5-10 m/s. Súld eða rigning og sums staðar þoka. Suðvestan 5-10 og dálítil slydduél á morgun. Hvessir með slyddu annað kvöld. Hægt kólnandi veður, hiti 1 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 14.02.2008 21:42. Gildir til: 16.02.2008 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan og síðar suðvestan 8-15 m/s og rigning, einkum sunnan- og vestantil, en úrkomulítið um landið norðaustanvert síðdegis. Hiti 3 til 8 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Suðvestanátt og fremur hlýtt. Rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands, en annars þurrt að mestu.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Vestlæg átt og snjókoma eða él, þó síst austanlands. Kólnar og frystir um allt land.
Á fimmtudag:
Gengur í norðlægar áttir og él, en úrkomulítið austantil. Frost 0 til 8 stig.
Spá gerð: 14.02.2008 22:42. Gildir til: 21.02.2008 12:00.
Af www.vedur.is