Rigning og slydda
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Austan 13-18 m/s og rigning, en norðlægari síðdegis lægir heldur S-til. Norðan 13-18 og slydda með köflum á morgun. Hiti 0 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Austanátt, 10-15 m/s og rigning, en hægari og úrkomulítið síðdegis. Norðan 10-15 og dálítil slydda á morgun. Hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Hvöss norðaustanátt NV-til með rigningu, en síðar slyddu eða snjókomu, en annars mun hægari vindur og úrkomulítið. Hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum.
Á miðvikudag:
Norðanstrekkingur og víða snjókoma eða él, en bjart á S- og V-landi. Hiti 0 til 5 stig syðst, en annars vægt frost.
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða él. Fremur kalt í veðri.