Rigning og skúrir í dag, frystir í kvöld
Klukkan 6 var suðlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s. Súld eða rigning var um sunnan- og vestanvert landið en úrkomuminna norðaustantil. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast á Seyðisfirði og á Sauðanesvita.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Sunnan 3-10 m/s og súld eða rigning með hlýindum í fyrstu. Snýst síðan í vestan 5-8 með skúrum eða slydduéljum og kólnar. Norðlægari í kvöld, léttir til og frystir. Snýst í SA 3-8 og þykknar upp síðdegis á morgun.