Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 14. apríl 2006 kl. 11:13

Rigning og skúrir í dag

Klukkan 9 var suðaustan 8-13 m/s vestast og sums staðar snjókoma, en annars hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Hiti 0 til 5 stig, en frost 0 til 8 stig á Norður- og Austurlandi, kaldast á Ólafsfirði og Grímsstöðum á Fjöllum.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 8-13 m/s og rigning eða slydda eftir hádegi. Hægari suðvestanátt og skúrir seint í dag. Hægviðri í fyrramálið en norðvestan 5-10 síðdegis á morgun og léttir til. Hiti 0 til 5 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024