Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning og rok
Mánudagur 3. september 2007 kl. 09:16

Rigning og rok

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan 13-20 m/s við Faxaflóann og rigningu og súld þegar líður á morguninn, hvassast vestantil. Suðlægari seint kvöld, en suðvestan 18-23 og skúrir í fyrramálið. Heldur hægari síðdegis á morgun. Hiti 7 til 12 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:

Norðvestan 10-15 m/s við norðausturströndina fram eftir degi, annars mun hægari vestlæg átt. Víða bjartviðri, en þykknar upp SV-lands síðdegis. Hiti 8 til 15 stig.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Suðvestanátt og vætusamt, en úrkomulítið austantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á A-landi.

Á sunnudag:
Vestlæg átt og rigning eða skúrir. Kólnandi veður.

Af vef Veðurstofunnar, www.vedur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024