Rigning og hlýindi næstu daga
Hlýjar suðlægar áttir og væta munu einkenna veðrið næstu daga, samkvæmt veðurspá. Spáin fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s síðdegis, hvassast við ströndina, en hægari fram eftir degi á morgun. Víða súld í dag, síðan rigning með köflum. Hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi suðaustanátt, 10-15 m/s síðdegis, en hægari um tíma í fyrramálið. Dálítil súld í dag, síðan rigning eða skúrir. Hiti 4 til 7 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðaustanátt, víða 10-15 m/s. Þurrt norðantil á landinu, annars rigning, einkum SA-lands. Hiti 3 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Gengur í suðaustan hvassviðri eða storm. Víða rigning, en þurrt að mestu N-lands. Hiti breytist lítið.
Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt og sums staðar skúrir eða slydduél. Heldur kólnandi.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt og rigning eða slydda öðru hverju, en úrkomulítið N- og A-lands. Fremur milt veður.