Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning næstu daga
Föstudagur 19. september 2008 kl. 09:24

Rigning næstu daga

Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir suðvestan 10-18 m/s og rigning með köflum. Sunnan 15-23 og rigning í kvöld, en snýst í suðvestan 10-15 með skúrum í fyrramálið. Hvessir síðdegis á morgun. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sunnudag og mánudag:
Suðvestan 10-18 m/s og skúrir, en skýjað með köflum norðaustantil. Hiti 6 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Hvöss sunnanátt með rigningu, en hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 9 til 15 stig.

Á miðvikudag:
Suðvestanátt og rigning eða skúrir. Áfram fremur milt.

Á fimmtudag:
Lítur út fyrir suðlægar áttir með vætu og fremur mildu veðri.