Rigning með köflum í dag
Sunnan og suðvestan 3-10 m/s við Faxaflóa í dag og rigning með köflum, en 5-13 undir kvöld. Úrkomulítið seint á morgun. Hiti 9 til 14 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestanátt 3-8 m/s, og rigning með köflum, en suðlægari og heldur hvassari um hádegi. Úrkomulítið á morgun, einkum síðdegis. Hiti 9 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Rigning með köflum um landið vestanvert, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt, víða 3-8 m/s og dálítil væta sunnan- og vestantil, en yfirleitt bjart NA-lands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og A-lands.
Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:
Suðaustlæg átt, lítilsháttar væta með köflum sunnnanlands og einnig austast, en annars víða bjartviðri. Ívið svalara.