Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning með köflum í dag
Þriðjudagur 9. október 2007 kl. 09:06

Rigning með köflum í dag

Við Faxaflóa má búast við austan 5-13 m/sek, en 10-15 seint í dag. Dálítil rigning öðru hverju, einkum sunnantil. Rigning seint í kvöld. Suðaustan 13-20 í nótt en austan 5-10 um hádegi á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 09.10.2007 06:36. Gildir til: 10.10.2007 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Austan 5-10 m/s og rigning eða súld fram eftir degi A-lands og við norðurströndina, annars þurrt að mestu. Vaxandi SA-átt og fer að rigna suðvestantil á landinu um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig, mildast S-lands.

Á föstudag:
Suðlæg átt og rigning eða súld. Styttir upp N- og A-lands síðdegis. Hiti 8 til 13 stig.

Á laugardag:
Suðvestanátt og rigning eða skúrir, en úrkomulítið NA- og A-lands. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á A-landi.

Á sunnudag og mánudag:
Snýst líklega í norðanátt, með slyddu eða snjókomu fyrir norðan en styttir upp S-lands. Kólnandi veður.
Spá gerð: 09.10.2007 08:13. Gildir til: 16.10.2007 12:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024