Rigning með köflum
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Austan og norðaustan 5-10 m/s. Dálítil rigning með köflum. Suðvestan 5-10 í kvöld, en suðaustan 5-10 á morgun. Hiti 2 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og minnkandi slydda eða rigning norðan og vestanlands en léttir til suðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig, en víða frost til landsins.
Á fimmtudag:
Gengur í vaxandi suðaustanátt vestanlands með slyddu eða rigningu síðdegis, en bjartviðri og vægt frost á N- og A-landi.
Á föstudag:
Suðvestan og síðan vestan átt. Rigning sunnan- og vestanlands og síðan skúrir en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 7 stig.
Á laugardag:
MInnkandi norðvestanátt og éljagangur norðanlands en léttir sunnanlands. Víða vægt frost.
Á sunnudag:
Vaxandi norðaustanátt. Él norðaustantil en annars bjartviðri. Víða vægt frost.