Rigning í kvöld og á morgun
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Hæg austlæg átt, skýjað og úrkomulítið, en gengur í austan 5-10 m/s með rigningu undir kvöld, fyrst sunnantil. Austan og norðaustan víða 8-13 á morgun og rigning. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Hæg austlæg átt, skýjað og þurrt að kalla. Gengur í austan 5-8 m/s með rigningu undir kvöld. Austan og norðaustan 5-10 á morgun og rigning, en heldur hvassari síðdegis. Hiti 10 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 13-20 m/s, hvassast við SA-ströndina og á Vestfjörðum. Rigning, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestanlands.
Á föstudag:
Stíf austlæg átt með rigningu víða um land, einkum norðantil á landinu. Dregur úr vindi og rofar til um kvöldið, einkum inn til landsins. Milt í veðri.
Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, yfirleytt fremur hægur vindur. Rigning með köflum eða skúrir og áfram milt í veðri.