Rigning í kortunum
Veðurspá fyrir Faxaflóa í dag og á morgun. Gert er ráð fyrir suðaustan 8-13 m/s og dálítil rigning eða slydda, en 13-18 og talsverð rigning í kvöld og allt að 25 m/s á stöku stað í nótt. Austan 13-20 og súld eða rigning hádegi á morgun. Hlýnandi veður, hiti 3 til 7 stig er kemur fram á daginn.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austan- og norðaustan 13-18 m/s og talsverð rigning, einkum suðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Á miðvikudag:
Hæg suðvestlæg átt og rigning norðaustanlands, en annars súld með köflum. Hiti 2 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Hægviðri og skýjað, en gengur í austanrigningu sunnanlands síðdegis. Áfram milt veður.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt og víða vætusamt, en milt veður.
Á laugardag:
Dregur úr vindi og kólnar