Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. apríl 2003 kl. 08:38

Rigning í fyrstu

Í morgun kl. 6 var suðaustanátt, 15-20 m/s og rigning sunnan- og vestanlands, en annars hægari og þurrt. Hiti var 3 til 8 stig.Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Suðlæg átt, víða 10-15 m/s, en lægir smám saman í dag. Skýjað og þurrt norðaustantil á landinu, en rigning eða slydda í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast norðaustanlands. Norðlæg eða breytileg átt á morgun, 3-10 m/s, skýjað með köflum og dálítil rigning eða slydda N- og A-lands. Hiti 1 til 10 stig.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Suðaustan 15-20 m/s og rigning í fyrstu, en lægir síðan og dregur úr úrkomu. Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 og skúrir síðdegis. Hiti 3 til 8 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024