Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rigning í dag
Föstudagur 30. apríl 2004 kl. 09:47

Rigning í dag

Klukkan 6 voru sunnan 5-11 m/s um mest allt vestanvert landið og rigning eða súld. Austantil var hægviðri, skýjað að mestu og yfirleitt þurrt. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast á Brúsastöðum í Vatnsdal og í Ólafsvík.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Sunnan og suðvestan 5-10 m/s, en víða 10-15 seinni partinn. Þurrt fram eftir degi austanlands, annars súld eða rigning og skúrir vestanlands í kvöld. Norðvestan- og vestanátt á morgun, 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandi. Lægir og léttir heldur til vestanlands síðdegis. Hiti 5 til 14 stig í dag, hlýjast suðaustan- og austanlands, en kólnar nokkuð norðantil á morgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024