Rigning í dag
Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri vestlægri átt, skýjað og súld með köflum suðvestan- og vestanlands. Víða léttskýjað annars staðar, en dálítil súld við norðurströndina í kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austantil. Norðan 3-8 m/s á morgun, dálítil súld norðanlands en léttskýjað á sunnanverðu landinu. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.